Hvað veldur sýkingum
Sýkingar í leggöngum eru tíðastar, þegar streitu gætir hjá konum, því þá minnkar viðnámsþróttur líkamans. Of feitum konum er einnig hættara við sýkingum í leggöngum en öðrum, einkum vegna þess, að fitufellingar geta safnað í sig svita og vessa frá leggöngum. Nýr rekkjunautur, eða margir, eykur einnig líkur á sýkingu.Notkun smokks er besta vörnin.
Mikilvægt er að gæta hreinlætis og halda sköpum hreinum og þurrum. Þurrka skal kynfæri alltaf í átt að endaþarmi, en ekki öfugt, forðast leggangaskolun, notkun svita eða ilmúða, freyðiböð, sápur og baðolíur. Nota bara hreint vatn við þvott á kynfærum. Ef konur bleyta sig ekki nægjanlega í samförum, nota þá sleipiefni. Sæðisdrepandi krem og eða froður veita vörn gegn sýkingum.
Notið ekki vaselín eða áþekk krem, því að erfitt er að losna við slíkt úr kynfærum og það eykur smithættu og skemmir einnig gúmmíið í smokkum. Klæðist nærfatnaði úr bómull en ekki næloni, forðist sokkabuxur og þröngar buxur, sem halda raka að kynfærum.