Sveppasýkingar

Algengustu vandamál kvenna eru sveppasýkingar í leggöngum, sem orsakast af breyttu sýrustigi legganga og er það oftast vegna utanaðkomandi áhrifa, sem sýrustigið breytist, eins og t.d. í framhaldi af sýklalyfjainntöku vegna einhvers kvilla.

Þegar fólk tekur inn sýklalyf, raskast flóra líkamans og eru leggöngin einkar viðkvæm í þessu tilfelli.

Því er öllum nauðsynlegt, ekki síst konum, að taka asetophilusgerilinn í einhverju formi samhliða sýklalyfjagjöf, til þess að lágmarka hættuna á að sitja uppi með sveppasýkingar í framhaldi af sýklalyfjainntöku, sem oft getur verið nauðsynleg,  þó stundum sé það nú svo í þjóðfélagi hraða og streitu, að of fljótt sé gripið inn í og of oft notuð sýklalyf. Í mörgum tilfellum hefði líkaminn getað ráðið við ástandið, hefði hann fengið nauðsynlega hvíld og ró til að jafna sig og vinna bug á smávægilegri sýkingu. Afleiðing þessa oft á tíðum óþarfa inngrips er t.d. þrálát sveppasýking, sem þarfnast síðan viðeigandi meðferðar.