Einkenni sveppasýkingar geta verið þykk, kekkjótt útferð frá leggöngum, þurrkur, særindi og mikill kláði og jafnvel getur komið gerlykt.
Sýkingar í leggöngum eru tíðastar, þegar streitu gætir hjá konum, því þá minnkar viðnámsþróttur líkamans.
Oft tala konur um vonda lykt af blæðingum og útferð og getur það í mörgum tilfellum verið fyrsta einkennið, sem konur taka eftir
Algengustu vandamál kvenna eru sveppasýkingar í leggöngum, sem orsakast af breyttu sýrustigi legganga og er það oftast vegna utanaðkomandi áhrifa